Fáksknöpum gengur frábærlega á Heimsmeistaramótinu það sem af er og er það morgun ljóst að innan okkar raða er mikið af snillingum. Okkur er því mikil ánægja að hafa styrkt okkar menn sem eru að keppa á Heimsmeistaramótinu í Herning þessa dagana og eru þeir að standa sig frábærlega það sem af er móti.
Teitur varð heimsmeistari í gæðingaskeiði og þriðji í 250 m skeiði.
Gústi varð annar í fimmgangi ungmenna.
Sigurbjörn Bárðarson og Jói Skúla eru báðir í úrslitum í tölti og verður þar barist til síðasta blóðdropa um tölthornið og vonum við að annar hvor þeirra vinni.
Konráð Valur á eftir að keppa í 100 m skeiði og bindum við miklar vonir við að þar nái hann að lands sætum sigri eins og honum er einum lagið.

Áfram Ísland og áfram Fáksmenn.