Árný Oddbjörg Oddsdóttir er menntaður reiðkennari frá Hólaskóla og hefur notið mikilla vinsælda sem reiðkennari.
Hún hefur mikla reynslu af þjálfun, kennslu og keppni. Kennsla hennar og þekking hentar breiðum hópi knapa, ungum sem eldri eru, hvort sem um er að ræða ungur og lítið mótaður hestur eða meira gerður.
Árný aðstoðar nemendur sína hvort sem er til undirbúnings fyrir keppni eða til þess að bæta sig og hestinn sinn til útreiða. Frábær leið fyrir byrjendur sem lengra komna að fá aðstoð og leiðbeiningar með þjálfun á sínum hesti.
Árný Oddbjörg mun bjóða upp á fjóra 30 mínútna einkatíma frá 10. janúar til 31. janúar.
Skráning fer fram á Sportabler