Sjálfboðaliðar eru mikilvæg undirstaða í öllu félagsstarfi. Fákur hefur ekki farið varhluta af öflugu starfi sjálfboðaliða þegar kemur að mótahaldi, námskeiðahaldi, sameiginlegum reiðtúrum eða hverju öðru sem fer fram í félaginu.

Í þakklætisskyni fyrir alla aðstoðina býður Fákur og fræðslunefnd félagsins sjálfboðaliðum sem hafa lagt félaginu lið á síðustu árum í ÓKEYPIS einkaþjálfun/leiðsögn með reiðkennurunum og stórknöpunum þeim Sigurði Vigni Matthíassyni og Eddu Rún Ragnarsdóttur.

Þessi 20 mínútna einkaþjálfun mun fara fram í TM reiðhöllinni miðvikudaginn 5. febrúar frá klukkan 20.

Skráning fer fram í gegnum Sportfeng (algjör nauðsyn að skrá sig) en þessi kennsla er eins og áður sagði alveg ókeypis og hugsuð sem þakklæti fyrir gott starf.