Í ljósi þess að almannavarnir hafa lýst yfir hættustigi vegna COVID-19 veirunnar og þeirri óvissu sem ríkir vegna hennar hennar hefur stjórn hestamannafélagsins Fáks ákveðið að fara að fordæmi annarra fyrirtækja og félaga og fresta Degi reiðmennskunnar og Stórsýningu Fáks sem fram átti að fara 28. mars næstkomandi. Þá verða ekki heldur haldnir aðrir vetrarleikar Fáks sem fram áttu að fara 14. mars næstkomandi.

Þá hefur stjórn FEIF einnig sent út tilkynningu um að hætt hefur verið við ráðstefnu sem fram átti að fara í tengslum við Dag reiðmennskunnar og Stórsýningu Fáks.