Hestaíþróttaklúbburinn tekur á sig breytta mynd þennan veturinn og mun skiptast upp í tvær lotur á þessari önn! 🙂 

9 – 12 ára

Fyrri lotan er almennt reiðnámskeiðið sem  byggir á  að nemendur byrji strax að tileinka sér vandaða reiðmennsku en að lærdómurinn sé í gegnum kennslu sem byggir á léttleika. Unnið er að því að nemendur tileinki sér notkun reiðvallarins í gegnum fjölbreyttar reiðleiðir, mismunandi ásetugerðir og þjálfun gangtegunda.

Í gegnum tímana er lögð áhersla á að nemendurnir taki þátt í að móta tímana eftir því sem þau telja sig þurfa að æfa til þess að auka sjálfstæði þeirra jafnt og þétt í reiðmennsku. Tímarnir eru í formi fámennra hópatíma. Breytt fyrirkomulag er gert til þess að auðvelda tilfærslu ef breytingar verða á sóttvarnar aðgerðum. Stefnt er að öðru námskeiði í mars.

Reiðkennari er  Karen Woodrow 
Tímabilið: 15. janúar – 19. febrúar 
Verð 29.500 kr

8 reiðtímar + bóklegur tími í upphafi og lok tímabils

Tímasetningar:
Föstudagar x 6 á milli 15 og 19
Sunnudagar x 2 á milli 9 og 13

12 ára og eldri

Fyrri lotan er markmiðasetninga námskeið fyrir 12 ára og eldri sem er einstaklingsmiðað.  Í upphafi námskeiðs setur hver og einn nemandi niður skýr markmið með reiðkennaranum fyrir sig og hestinn sinn yfir 5 vikna tímabil. Markmiðin sem nemendur setja sér geta verið  margvísleg, sumir setja sér ákveðin markmið í tengslum við uppbyggingu og þjálfun hestsins, aðrir vilja undirbúa sig fyrir keppni eða langar að þreyta verklegt knapamerkjapróf.

Tímarnir eru í formi paratíma og/eða fámennra hópatíma og er knöpum raðað saman eftir verkefnum, reynslu og tamningastigi hests. Stefnt er að öðru námskeiði í mars og þannig fá nemendur tækifæri til þess að spreyta sig sjálfsætt á milli námskeiða. Breytt fyrirkomulag er gert til þess að auðvelda tilfærslu ef breytingar verða á sóttvarnar aðgerðum.

Reiðkennari er  Karen Woodrow 
Tímabilið: 15. janúar – 19. febrúar 
Verð 29.500 kr

8 reiðtímar + markmiðasetning í upphafi og samantekt í lok

Tímasetningar:
Föstudagar x 6 á milli 15 og 19
Sunnudagar x 2 á milli 9 og 13

Skráning fer fram á skraning.sportfengur.com