Þann 16. maí síðastliðinn fór fram aðalfundur Fáks.

Úr stjórn gengu:

  • Árni Geir Norðdahl Eyþórsson
  • Hlíf Sturludóttir
  • Sigurbjörn Jakob Þórmundsson

Þakkar félagið þeim kærlega fyrir sitt framlag til félagsins.

Þá veitti formaður Sigurbirni Magnússyni málverk að gjöf en hann hefur verið fundarstjóri á aðalfundum Fáks undanfarinn áratug.

Ný stjórn Fáks er þannig skipuð:

  • Hjörtur Bergstað, formaður
  • Þormóður Skorri Steingrímsson, varaformaður
  • Ólöf Guðmundsdóttir, gjaldkeri
  • Vigdís Matthíasdóttir, ritari
  • Íva Rut Viðarsdóttir
  • Sigrún Valdimarsdóttir
  • Vilfríður Fannberg Sæþórsdóttir

Á aðalfundinum kynnti formaður að viðræður væru hafnar við Landssamband hestamanna og Hestamannafélagið Sprett um að halda Landsmót 2024 í Víðidal. Óskaði formaður eftir stuðningi fundarinns við nýkjörna stjórn að halda þessum viðræðum áfram og var það samþykkt samhljóða.

Dagna eftir aðalfundinn komust Fákur, LH og Sprettur að samkomulagi um Landsmóts 2024. Þá boðaði Fákur til félagsfundar í Guðmundarstofu þann 25. maí 2023 þar sem stjórn óskaði eftir formlegri heimild félagsmanna að ganga til samninga við LH og Sprett um að halda Landsmót í Víðidal 2024.

Samþykkti fundurinn það með öllum atkvæðum.

Ársreikning Fáks er hægt að sjá á þessari síðu: Um Fák
Aðalfundargerð mun birtast á næstu dögum á sama stað.