Framkvæmdum við gamla skrifstofuhúsnæðið í Félagsheimilinu er að mestu lokið. Stjórn Fáks ákvað að nefna stofuna eftir einum farsælasta formanni félagsins, Guðmundi Ólafssyni. Guðmundur er á 92. aldursári og heimsótti Hjörtur formaður hann í dag og var hann einkar ánægður með framtakið hjá Fáki og bað fyrir kveðjur til alla Fáksmanna. Guðmundarstofa mun án efa efla félagsandann og samheldnina í Fáki og er öllum heimilt að koma með óskir um notkun á stofunni í vetur fyrir fundi, kaffisamsæti, vinahópa, ferðahópa, kennsluhópa, eldri Fáksmenn og yngri Fáksmenn osfrv.
Guðmundarstofa var óformlega tekin í gagnið í dag er reiðkennarar funduðu þar með stjórnarmönnum og fulltrúum fræðslunefndar.

Til hamingju Fáksmenn með glæsilega Guðmundarstofu.

Góð aðstaða er í Guðmundarstofu fyrir fundi

Góð aðstaða er í Guðmundarstofu fyrir fundi


Öllum heimilt að koma með óskir um notkun á stofunni í vetur

Öllum heimilt að koma með óskir um notkun á stofunni í vetur