Opinn fundur um vetrarstarf æskulýðsnefndar í vetur verður haldinn í Félagsheimili Fáks fimmtudaginn 5. september kl. 19:00. Æskulýðsnefnd hélt samskonar fund síðastliðið haust sem gekk mjög vel og komu margar skemmtilegar hugmyndir upp á þeim fundi, sem við síðan byggðum vetrardagskrána okkar á. Allir (börn, unglingar og foreldrar) verða að mæta til að hafa áhrif á starfið í vetur enda verður hlustað á alla varðandi tillögur um skemmtilegt, fræðandi og öflugt vetrarstarf. Margskonar keppni, námskeið, fræðsla, leikir, ferðir, reiðhallardiskó, samkomur, bingó og margt fleira verður til umræðu enda ætlum við að hafa gaman saman í vetur. Við hvetjum einnig þá reiðkennara sem vilja vinna með krökkunum í vetur að koma og hlusta á þeirra hugmyndir. Við Fáksarar erum svo heppin að eiga fjögur ungmenni sem kepptu á HM í Berlín fyrir Íslands hönd, og ætla þau öll að mæta og segja okkur frá ævintýrinu.

Pizza í boði æskulýðsnefndar Fáks
Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest!