Fákur styrkti þau ungmenni sem eru í landsliðinu og félagsmenn í Fáki til fararinnar á Heimsmeistaramótið í Berlín. Þeirra er framtíðin og Fákur vill með þessu framlagi styrkja sitt afreksfólk í hestaíþróttum. Fákur er stoltur að eiga svona öflug ungmenni innan sinna raða sem verða okkur til sóma í Berlín.

Með óskir um gott gengi og bjarta framtíð.