Þriðjudaginn 10. sept verður nefndarfundur Fáks í félagsheimilinu. Allir þeir sem eru í nefndum á vegum Fáks eiga að mæta og svo er að sjálfssögðu allir velkomnir sem vilja koma að félagstarfinu eða hafa áhrif á það hjá Fáki. Boðið verður upp á kjötsúpu kl. 19:00 og eru allir hvattir til að mæta, koma með hugmyndir til að efla og styrkja félagsstarfið í Fáki. Unnið verður smá hópavinna og geta allir fundið sér skemmtilegt málfefni til að ræða um. Allir hvattir til að mæta og koma með hugmyndir að öflugu félagslífi og vinna með skemmtilegu fólki.