Vetrarleikar Fáks verða haldnir laugardaginn 18. febrúar klukkan 11:00. Vegna aðstæðna á keppnisvöllum má búast við að allir flokkar verði inni í reiðhöll. 

Skráning fer fram á Sportfeng nema fyrir polla, þeir skrá sig hér að neðan.

Skráningu lýkur 20:00 föstudaginn 17. febrúar og verða ráslistar birtir um kvöldið. 

Skráningargjald er 1500 kr fyrir börn/unglinga/ungmenni, 2500 kr fyrir fullorðna, frítt fyrir polla.

Keppnisfyrirkomulagið er þannig að riðið er hægt tölt upp á vinsti hönd, snúið við og sýnd frjáls ferð.  Úrslit á eftir hverjum flokki og verðlaunaafhending.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

 • Pollaflokkur (teymdir) – Merkt í Sportfeng: Pollagæðingakeppni – Gæðingaflokkur 1
 • Pollaflokkur (ríðandi) – Merkt í Sportfeng: Pollagæðingakeppni – Gæðingaflokkur 2
 • Barnaflokkur minna vanir – Merkt í Sportfeng: Barnaflokkur gæðinga – Gæðingaflokkur 1
 • Barnaflokkur meira vanir – Merkt í Sportfeng: Barnaflokkur gæðinga – Gæðingaflokkur 2
 • Unglingaflokkur minna vanir – Merkt í Sportfeng: Unglingaflokkur gæðinga – Gæðingaflokkur 1
 • Unglingaflokkur meira vanir – Merkt í Sportfeng: Unglingaflokkur gæðinga – Gæðingaflokkur 2
 • Ungmennaflokkur – Merkt í Sportfeng: A-flokkur gæðinga – Gæðingaflokkur 1
 • Konur II – Merkt í Sportfeng: A-flokkur gæðinga – Gæðingaflokkur 1
 • Karlar II – Merkt í Sportfeng: A-flokkur gæðinga – Gæðingaflokkur 2
 • Konur 1 – Merkt í Sportfeng: B-flokkur gæðinga – Gæðingaflokkur 1
 • Karlar 1 – Merkt í Sportfeng: B-flokkur gæðinga – Gæðingaflokkur 2

Fákur áskilur sér rétt til að sameina flokka ef ekki er næg þátttaka í hverjum þeirra.