Á morgun laugardag er hefjum við spennandi keppnisár þar sem hápunkti verður náð á Landsmóti á okkar heimavelli í sumar. Því hvetjum við sem flesta að mæta og styðja okkar flotta keppnisfólk.
Á sama tíma eða frá kl. 10 – 13 verðum við með auka mátunardag í anddyri reiðhallarinnar af sérframleiddum fatnaði merktum Fáki, en vegna fjölda áskoranna gátum við fengið þau hjá Hrímni til að koma aftur þar sem margir misstu af mátuninni í janúar. Við bjóðum uppá nýjan félagsjakka okkar á frábæru sértilboði, sem og húfur, hettupeysu og vind- og vatnsheldan öndunarjakka.
Mikilvægt er að þeir knapar sem hyggjast taka þátt í úrtöku fyrir Landsmót nýti tækifærið að fá sér þennan vandaða félagsjakka á sérkjörum.
Til að sýna samstöðu og sterkan félagsanda á Landsmóti, þá hvetjum við félagsmenn og aðstandendur að nýta sértilboðin og fá sér vandaðan fatnað merktan Fáki.
Hlökkum til að sjá ykkur í Lýsishöllinni og verðum með heitt á könnunni 😉