Knapamerki 1 og 2 verða kennd í Víðidalnum í haust ef næg þátttaka fæst.
Hægt er að skrá sig í KM1 eða KM2 nú eða taka bæði 1 og 2.

Kennsla hefst um miðjan október.

Kennt verður tvisvar í viku og lýkur námskeiðinu með verkleguprófi í byrjun desember. Skemmtilegt nám fyrir þá sem vilja auka þekkingu og færni á skipulagðan hátt.

Kennt er eftir kennsluáætlun KM (hægt að skoða skipulagið á heimasíðu KM knapamerki.is)
Verð:
KM 1 og 2 saman 54.000 ( 14 reiðtímar og próf)
KM 1. Kr. 35.000. ( 9 tímar og próf)
KM 2 kr. 40.000.- (11 tímar og próf)

Skráning á ss@sigrunsig.com þar sem fram kemur nafn, kt, heimilisfang, netfang og sími.
Kennarar eru: Henna Siren og Sigrún Sig