Uppskeruhátið Fáks verður haldin föstudagskvöldið 2. des. nk. og að venju er öllum þeim sem hafa lagt vinnu til félagsins á árinu boðið á meðan húsrúm leyfir. Dóri DNA mun koma og skemmta okkur, verðlaunaveitingar ásamt fleiri skemmtilegum uppákomum og góðum mat.

Nefndir félagsins hnippa í þá sem hafa unnið fyrir nefndirnar og Fák í ár og að sjálfssögðu eru allir sjálfboðaliðar velkomnir.

Hlökkum til að sjá ykkur þann 2. des. 🙂