Sunnudaginn 13. nóvember kl 17.00 verður kynningafundur á fyrirhuguðu vetrar starfi Kjarnakvenna! Fundurinn fer fram í Félagsheimili Fáks.

Kjarnakonur Fáks hófu göngu sína síðast liðið vor undir handleiðslu Sif Jónsdóttur og Karen Woodrow. Í vetur er stefnt að öflugu starfi fyrir konur á öllum stigum hestamennskunnar bæði í formi kennslu og einnig verður starfræktur töltslaufuhópur ásamt ýmiskonar fræðslu og skemmtilegheitum!!

Þær sem sjá sér ekki fært að mæta geta skráð netfang sitt hér til þess að fá meiri upplýsingar.

https://goo.gl/forms/9qn6cl59aSiiE8st2

Vonumst til þess að sjá sem allra flestar!

Sif og Karen