Uppskeruhátíð Fáks verður haldin föstudaginn 11. des. nk. og býður Fákur öllu sínu nefndarfólki og þeim sjálfboðaliðum sem hafa starfað með okkur á árinu í kvöldverð og hugguleguheit. Að venju verður boðið upp á skemmtiatriði, skemmtilegar ræður, verðlaunaveitingar og ekki má gleyma góðum félagsskap þess öfluga fólks sem heldur félaginu gangandi.

Allir sem hafa lagt hönd á plóg í félagsstarfi Fáks eru velkomnir ásamt maka/félaga.