Æskulýðsnefnd Sörla stendur fyrir Öryggisnámskeiði í hestamennsku í samstarfi við Sigurjón Hendriksson, sjúkraflutningamann og VÍS sunnudaginn 6. desember kl 13 á Sörlastöðum.

Farið verður yfir helstu öryggisatriði er varðar hestamennsku og hvernig beri að bregðast við ef slys verða. Fyrirlesturinn er miðaður við börn, unglinga og ungmenni en fullorðnir eru að sjálfsögðu velkomnir líka.

Fyrirlesturinn er opin öllum og haldinn í samvinnu við  hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu.

Aðgangur er ókeypis.

Hlökkum til að sjá sem flesta