Opið er fyrir umsóknir í félagshesthús Fáks veturinn 2022 til 2023.
Skilyrði fyrir umsókn:
- Sá aðili sem sótt er um fyrir sé milli 10-18 ára aldurs. Ungmenni allt að 21 árs geta sótt um en 10-18 ára ganga fyrir.
- Sá aðili sem sækir um hefur hug á að taka virkan þátt í félagshesthúsi Fáks, sinnir sínum hesti og tekur þátt í að vinna þau verk sem þarf að vinna í félagshesthúsinu.
- Hestur sem sótt er um pláss fyrir er taminn og laus við húslesti. Umsjónarmaður hesthúss sér um að raða hestum í stíur. Ekki er hægt að sækja um eins hesta stíur.
- Mánaðargjald per hest er 27.500 krónur. Innifalið er hey og undirburður.
- Allir umsækjendur fá póst hvort þeim hafi verið úthlutað plássi eða ekki.
- Barn/unglingur verður skráð í hestamannafélagið Fák ef það er ekki félagi fyrir.
- Foreldrar og forráðamenn skulu vera skuldlausir við félagið.