Næstkomandi fimmtudag, þann 5. janúar kl. 19:30, verður kynningarfundur á vetrarstarfi fyrir áhugakonur í hestamennsku í Fáki.

Við mælum eindregið með að allar þær sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu í ár mæti á fundinn til að kynna sér starfið, bæði þær sem hafa verið áður og þær sem eru nýjar. Hóparnir tveir sem boðið verður uppá verða með ólíkum áherslum og er ætlað að höfða til breiðs hóps knapa. Markmið starfsins er að efla félagsleg tengsl kvenna innan Fáks með skemmtilegum, fjölbreyttum og gagnlegum reiðæfingum í stærri hópi.

Starfið er í sífelldri mótun og á fundinum munum við einnig kasta á milli okkar hugmyndir fyrir starfið, t.d. hugmyndir um gagnlega fræðslu, æfingar, fyrirkomulag o.fl.

Við hlökkum til að hitta sem flestar, ungar, eldri, nýjar og reyndar, áhugasamar, óvissar og allt þar á milli 😊

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á eftirfarandi hlekk: https://fakur.is/toltslaufur-2023/

Sif og Karen reiðkennarar.