Fréttir

Töltslaufur Kjarnakvenna 2020

Töltslaufurnar
eru orðnar fastur liður í vetrarstarfi Fáks, en í ár verður þetta fjórða árið í
röð sem boðið verður uppá þessa skemmtilegu þjálfun. Töltslaufurnar snúast um
að æfa saman í fjölmennum hópi þaulskipulagt atriði með hinum ýmsu og oft
flóknum reiðleiðum. Að æfa töltslaufur hefur ýmsan ávinning í för með sér fyrir
bæði knapa og hest. Slaufurnar eru skemmtileg samvera með konum sem stunda sama
áhugamál. Æfingarnar eru á margan hátt krefjandi og reynir meðal annars á
samspil á milli hesta og knapa, útsjónarsemi, samvinnu og þolinmæði. Þær skila
sér í nákvæmri reiðmennsku, stjórnun og uppbyggjandi þjálfun hestsins ásamt því
að stuðla að gleði og fjölbreytni í þjálfun. Að leggja af stað í þessa vegferð
getur reynst skemmtileg áskorun fyrir margar. Þegar lokatakmarkinu er náð sýnum
við afrakstur vetrarins á Stórsýningu Fáks og fögnum saman með stolt og gleði í
hjarta. 

Það
verða tveir hópar og er erfiðleikastigið mismunandi: Annarsvegar Slaufur 1 sem
er með skemmtilega uppsettum slaufum sem eru einfaldari í framkvæmd en samt
hæfilega krefjandi. Hinsvegar eru Slaufur 2 sem eru með flóknum slaufum sem
reyna meira á útsjónarsemi, skipulagningu og þolinmæði. Slaufur 1 hentar öllum
en við mælum með að þeir sem taka þátt í Slaufur 2 hafi æft í nokkurn tíma
og/eða hafi mjög gott vald á reiðleiðum og stjórnun.

Við
byrjum á gönguæfingum í byrjun janúar og svo byrja verklegar æfingar um miðjan
janúar. Æfingarnar eru 1x í viku á fimmtudagskvöldum kl. 18/19. Þar að auki má
búast við auka gönguæfingum/bóklegum tímum ásamt öðrum viðburðum.

Verð: 37.500,-

Skráning fer fram á skraning.sportfengur.com

**Það
er mikilvægt að þær konur sem hafa áhuga á að taka þátt skuldbindi sig í
verkefnið og mæti markvisst á æfingar. Hestakostur skiptir máli, en hann þarf
að vera traustur og öruggur, spennulaus, óhræddur við hljóð og önnur áreiti.

Við
hlökkum mikið til að hefja starfið,

bestu
kveðjur, Sif og Karen.