Veitur munu koma til með að leggja háspennustreng við Selásbraut og er áætlað að skurðgröftur hefjist í byrjun næstu viku. Vegna þessa þarf að loka reiðstígnum sem þar liggur á meðan aðgerð stendur en lokunin mun aðeins standa yfir í nokkrar klukkustundir.
Á meðan lokun stendur verður hægt að notast við gamla reiðstíginn sem liggur nær Breiðholtsbrautinni.