Á nýliðnu Íslandsmóti barna, unglinga og ungmenna í Fáki stóðu Fákskrakkarnir sig frábærlega á keppnisvellinum. Margir náðu markmiðum sínum og ekki hægt en að segja TIL HAMINGJU með góðan árangur. Það ber kannski hæst Íslandsmeistaratitlanir sem unnust en aðrir sigrar, hvort sem knapar voru að keppa við sjálfan sig eða alla aðra, unnust líka og þið getið verið stolt af því.
Íslandsmeistaratitlar:
Gústaf Ásgeir Hinriksson (unglingaflokki) í tölti, slaktaumatölti, fimmgangi, gæðingaskeiði og samanlagður sigurvegari í unglingaflokki.
Arnór Dan Kristinsson (unglingaflokki) í fjórgangi.
Agnes Hekla Árnadóttir (ungmennaflokki) í slaktaumatölti.
Ragnar Tómasson (ungmennaflokki) í 100 m skeiði.
Kári Steinsson (ungmennaflokki) samanlagður sigurvegari í fjórgangsgreinum.