Getur hesturinn minn fengið tannpínu? Skyldi óstöðugur höfuðburður hafa eitthvað með tannheilbrigði að gera? Hvernig veit ég hvort hesturinn minn sé með réttu mélin? Er gott að hestur freyði?

Sonja Líndal Þórisdóttir dýralæknir og reiðkennari mun fara yfir þetta og margt fleira í salnum í TM-Reiðhöllinni mánudaginn 3. febrúar 2020 kl. 20:00.

Sonja hefur frá því að hún útskrifaðist sem dýralæknir árið 2014 lagt áherslu á að sinna tannheilsu íslenska hestsins, enda alveg kjörin leið til að sameina dýralækna og reiðmennsku þekkinguna. Hún stundar nú nám í sérhæfðum hestatannlækningum.

Allir hestar eru með munn og því á erindið við alla hestamenn hvort sem þeir eru byrjendur eða fagfólk.

Léttar veitingar frá Jóa Fel í boði.

Aðgangseyrir 1500 kr og posi á staðnum. Sjáumst 🙂