Sýnum tillitssemi og metum aðstæður þegar tekið er framúr eða knöpum mætt á reiðstígum og í reiðhöllinni. Nú eru mörg börn og nýliðar að stíga sín fyrstu spor í að fara ein í útreiðatúr eða ríða í opnum tímum í reiðhöllinni. Þá eru mikið vanir knapar beðnir að gæta þess að sýna þeim fyllstu aðgát.
Í gær var atvik á stóra hringvellinum þar sem barn datt af baki eftir að framúr því fóru hestar á mikilli ferð og hestur barnsins æstist upp í að elta.
Sýnum tillitssemi svo hestamennska barnanna og annarra nýliða endi ekki við slík atvik.