Fákur óskar eftir áhugasömum einstaklingum um félagsreiðtúra að hittast í Guðmundarstofu næstkomandi fimmtudagskvöld, 9. mars klukkan 20:00, og skipuleggja ferðir vorsins.

Hinir hefðbundnu viðburðir eru á sínum stað:

  • Harðarmenn koma í heimsókn í Fák 29. apríl.
  • Harðarreiðin 6. maí.
  • Miðnæturreið í Gjárétt 20. maí.

Þá væri gaman að bæta við fleiri ferðum og væri það hlutverk fundarinns að skipuleggja það.