Fréttir

Sýnikennsla með Arnari Bjarka og Hjörvari Ágústssyni

Fræðslunefnd Fáks stendur fyrir rafrænni sýnikennslu með gleðiboltunum og reiðkennurunum þeim Arnari Bjarka Sigurðarsyni og Hjörvari Ágústssyni mánudaginn næstkomandi, 14. desember, klukkan 20:00.

Í sýnikennslunni verður fjallað um þjálfun hesta í upphafi vetrar og hvað er hægt að gera margt sniðugt utan reiðhalla. Einnig munu þeir koma inn á mikilvægi jákvæðs viðhorfs í reiðmennsku.

Sýnikennslan verður í opnu streymi í gegnum Facebook síðu Fáks.

Facebook síða hestamannafélagsins Fáks.