Í sumar verður í boði skemmtilegt námskeið fyrir unglinga sem eiga eða hafa aðgang að hesti og treysta sér til útreiða.

Aldur 12 – 16 ára

Farið verður um víðan völl en kennslan fer mest fram í löngum útreiðatúrum. Við sundríðum, æfum stökk í Rauðhólum, förum í ratleik og endum seinasta skiptið á miðnæturreið í kvöldsólinni!:)

Unglingarnir fá svo kvöldsnarl, ýmist þegar áð er, eða upp í hesthúsi!
Markmiðið er að halda gleðinni, bæði hjá knapa og hesti í gegnum leik og lærdóm!

Hér fá unglingarnir gott tækifæri til þess að læra að ríða saman í hóp og taka tillit til hvors annars!
Hámarksfjöldi per námskeið er: 10

Dagsetningar sem verða í boði eru eftirfarandi:

14 júní – 20 júní (kennt frá kl 19 – 22) – fá pláss laus

28 júni – 3 júlí (kennt frá kl 19 – 22)

12 júlí – 17 júlí (kennt frá kl 16 – 19)

Fyrsti hittingur er á sunnudegi, hrossunum komið fyrir og farið yfir fyrirkomulag námskeiðsins. Seinasta skiptið er á föstudegskvöldi og þá er endað á miðnæturreið!!

Verð 35.000 kr

Innifalið er hesthúspláss í félagshesthúsi Fáks, hey, spænir og gjafir. Einnig er boðið upp á kvöldsnarl.

Tekið er á móti skráningum á fakarogfjor@gmail.com eða í síma 865 4239

Reiðkennari er Karen Woodrow ásamt gestakennurum