Það líður að Stórsýningu Fáks í TM-Reiðhöllinni næstkomandi laugardag og verður allur dagurinn undir. Nokkrir af færustu og efnilegustu knöpum landsins munu mæta og vera með sýnikennslur og kynningar. Frammi í anddyri verður svo markaðstorg með fjölda söluaðila.

Á sýningunni um kvöldið verður boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega sýningu með frábærum hestakosti. Nýjar stjörnur mæta til leiks, ræktunarbú, yngri kynslóð knapa leikur listir sínar og svo margt fleira.

Eftir sýninguna mun enginn annar en Helgi Björns og SSSól spila fyrir dansi fram á nótt í félagsheimili Fáks.

Forsala aðgöngumiða verður á fimmtudagskvöldið næstkomandi í anddyri TM-Reiðhallarinnar milli klukkan 19 og 21. Heitt á könnunni.

Hér að neðan er birt dagskrá dagsins með fyrirvara um breytingar á tímasetningum.

Athugið að aðgangseyrir á kennslusýningar er 500 krónur fyrir 21 árs og eldri. Aðgangseyrir á kennslusýningar gengur upp í miða á Stórsýningu Fáks um kvöldið sem kostar 2.000 kr.

Dagskrá yfir daginn:

10:00 – 21:00Markaðstorg í anddyri TM-Reiðhallarinnar.
Frá klukkan 10:00-17:00 verður fjöldi söluaðila með kynningar á vörum sínum.
10:00 – 11:00Kynning á Futurity
Ný keppnisgrein og þjálfun unghrossa. 3. árs nemendur Hólaskóla.
11:10 – 11:40Futurity
Spennandi unghross verða sýnd af nemendum Hólaskóla
11:40 – 12:10Þjálfun og kennsla
Anton Páll Níelsson reiðkennari við Háskólann á Hólum ásamt Ástu Björnsdóttur.
12:10 – 13:00Hádegishlé
13:00 – 13:30Þjálfun og kennsla
Anton Páll Níelsson reiðkennari við Háskólann á Hólum ásamt Hjörvari Ágústssyni og Hönnu Rún Ingibergsdóttur.
13:30 – 14:15 Líkamsbeiting reiðhestsins
Mette Mannseth yfirreiðkennari Háskólans á Hólum.
14:15 – 14:30 Hlé
14:30 – 15:00 Intrinzen – Frelsi í þjálfun
Steinar Sigurbjörnsson reiðkennari og hestaþjálfari.
15:00 – 15:40Léttleiki
Hulda Gústafsdóttir afreksknapi og reiðkennari.
15:40 – 16:20 Fjölbreytni
Sylvía Sigurbjörnsdóttir afreksknapi og reiðkennari.
16:20 – 17:00 Mýkt og þjálni
Árni Björn Pálsson afreksknapi og reiðkennari.

20:30 – Stórsýning Fáks í TM-Reiðhöllinni

23:00 – Helgi Björns og SSSól í félagsheimili Fáks

_________________________________________________________________

Aðgangseyrir:

Kennslusýningar (frítt fyrir 20 ára og yngri): 500 kr
Stórsýning Fáks og kennslusýningar: 2.000 kr
Ball með Helga Björns og SSSól: 3.900 kr
Stórsýning Fáks, kennslusýningar og Ball með Helga Björns og SSSól: 5.000 kr