Námskeiðið er hugsað fyrir nemendur sem hafa ekki aðgang að hesti og búnaði. Á námskeiðinu fá nemendur m.a. tækifæri til að umgangast hestana í hesthúsinu, taka þátt í daglegri umhirðu, æfa umgengni og fræðast um þarfir hesta á húsi. Verklegar æfingar miða að því að byggja upp grunnfærni í reiðmennsku með uppbyggilegum æfingum í gerði/reiðhöll og/eða reiðtúrum. Hópaskipan verður getu og aldursskipt eftir fremsta megni.
Frekari upplýsingar og forskráning í hlekknum hér að neðan: