Kyngimagnað skeiðnámskeið verður í marsmánuði þar sem hinn frækni og marfaldi Íslands- og heimsmeistari  Sigurbjörn Bárðarson mun kenna knöpum á öllum aldri (16 ára og uppúr) listina að leggja hest á skeið. Farið verður í ábendingar, ásetu, uppbyggingu skeiðhests, niðurtöku, skeiðsprettinn og hvernig enda á sprettina.  Bóklegir tímar verða fimmtudaginn 7. mars og byrja kl. 17:00. Verklegir tímar verða í Reiðhöllinni 8. og 9. mars (nánari tími fyrir það auglýstur síðar).

Allir þeir sem hafa áhuga á að taka þátt sendi póst á hilda@fakur.is

Koma svo og skrá sig!