Að venju fær yngsta kynslóðin að spreyta sig á sýningunni Æskan og hesturinn sem haldin verður á laugardaginn. Yngstu knaparnir geta tekið þátt í teymdir pollar og svo ríðandi sjálfir. Atriðið hefur verið mjög skemmtilegt, margir ungir og upprennandi hestamenn saman í skemmtilegum búningum. Gaman er ef börnin komi í búningum en það er ekki skilyrði.

Tilkynna þarf þátttöku fyrir fimmtudaginn á netfangið:

skraning@fakur.is

Nafn knapa þarf að koma fram, nafn á hesti og búningur ef við á.

Einnig þarf að taka fram í hvoru atriðinu barnið mun taka þátt.

Tvær sýningar eru klukkan 13 og klukkan 16. Ungu knaparnir þurfa að vera mættir tíu mínútum áður en sýningin hefst.

Öllum velkomið að taka þátt bara að skrá sig.