Reiðnámskeið Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hefst föstudaginn 16. janúar nk. Á námskeiðinu eru tveir saman í 45 mínútur og mun Þorvaldur Árni leiftra upp leyndarmálum góðrar og árangursríkrar reiðmennsku og þjálfunar á hestum. Hann mun einstaklingsmiða námið svo hver og einn fái sem mest út úr því.

Tveir þátttakendur eru saman í 45 mínútur í 10 skipti (alla næstu föstudaga nema 27. febr.). Námskeiðið kostar 38.500 á hvern knapa en greiða þarf kr. 5.ooo í staðfestingargjald við skráningu.

Skráning á sportfeng á eftirfarandi slóð;

http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

1. Velja námskeið.
2. Velja hestamannafélag (Fákur).
3. Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að sækja um félagsaðild að Fáki).
4. Velja atburð (Knapamerki 2015 og svo þann hóp sem á að skrá í).
5. Setja í körfu.
6. Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.