Boðið verður upp á hin vinsælu reiðnámskeið fyrir útreiðafólk sem vill:

  • Styrkja leiðtogahlutverk sitt.
  • Öðlast betri færni í samskiptum við hestinn sinn.
  • Læra að skilja hestinn betur og kenna hestinum á umhverfið.

Kennsla fer fram í hópum og er gert ráð fyrir að þátttakendur skrái sig í þann hóp sem viðkomandi telur að passi fyrir sig.
Fyrsti tími er bóklegur og í framhaldi hefst verkleg kennsla það verða 9 verklegir tímar.

  • Hópur 1 byrjendur og óöruggir knapar
  • Hópur 2 knapar með nýja hesta
  • Hópur 3 Þeir sem hafa verið á a.m.k. einu námskeiði hjá Hennu og Sigrúnu
  • Hópur 4 Knapar sem hafa sótt námskeið hjá okkur undanfarin ár.

Kennsla hefst með bóklegum tíma í Guðmundarstofu 28.janúar
Verð: kr. 34.500.-
Kennt verður á þriðjudögum í TM reiðhöllinni.

Kennarar eru: Henna Siren og Sigrún Sig

Skráning fer fram á skraning.sportfengur.com

Útreiða/hesthúsfélagar geta skráð sig saman í hóp.