Borið hefur á því síðustu daga að verið sé að reka á rekstrarvöllum félagsins utan leyfilegs tíma. Eru hér meðfylgjandi reglur til áréttingar.
Reglur um notkun á skeiðvelli og Asavelli.
- Öllum skuldlausum félagsmönnum Fáks er heimilt að nota rekstrarvelli Fáks til reksturs hrossa. Hámarksfjöldi hrossa í einu skal vera takmarkaður við 15 hross í senn.
- Heimilt er að vera með rekstur á eftirfarandi tímum:
• 1. september til 15. apríl
Virka daga 06:00 til 11:00
Um helgar 06:00 til 9:00
• 16. apríl til 15. maí
Virka daga 06:00 til 09:00
Um helgar 06:00 til 09:00
• 16. Maí til 31. ágúst
Rekstur ekki heimilaður - Þeir sem stunda rekstur skulu tryggja að lokanir séu fjarlægðar að rekstri loknum.
- Akstur bifreiða eða annarra ökutækja á rekstrarvöllum er óheimil nema verið sé að reka á vellinum innan uppgefinna tíma.
- Þeir sem stunda rekstur gera það á eigin ábyrgð. Verði tjón á aðstöðu á rekstrarvöllum sem rekja má til reksturs skal viðkomandi rekstraraðili bæta tjónið til félagsins.
- Framkvæmdastjóra er heimilt að takmarka rekstur á skeiðvellinum án fyrirvara.