Ráðstefna Æfingastöðvarinnar verður haldin sunnudaginn 30. október 2022. Yfirskrift hennar er Að styðjast við dýr í starfi með fólki.
Ráðstefnan verður haldin í Reykjadal í Mosfellsbæ. Þátttökugjald er kr.12.000 og innifalið hádegismatur, morgunverður og síðdegishressing.
Á Æfingastöðinni hefur íhlutun með aðstoð dýra verið starfrækt í tæp 18 ár og höfum við fundið fyrir vaxandi áhuga fagfólks á að nýta jákvæð áhrif slíkrar nálgunar í starfi og því orðið tímabært að efna til þessarar kynningar.
Ráðstefnan stendur yfir í einn dag frá klukkan 9:00 til 16:00. Fagfólk flytur fjölbreytt og áhugaverð erindi um reynslu sína með hunda og hesta í starfi ásamt því að rætt verður um fræðilegan bakgrunn slíkrar vinnu og þjálfun dýra.
Allar frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Æfingastöðvarinnar, þar má finna skráningarhnapp á ráðstefnuna og kynningu á fyrirlesurum.
Hér er tengill á facebook viðburð ráðstefnunnar.
Við vonumst til að sjá sem flesta, með fyrirfram þökk
Með bestu kveðjum,
Guðbjörg Eggertsdóttir
sjúkraþjálfari