Á stjórnarfundi 24. ágúst síðastliðinn samþykkti stjórn Fáks að ekki sé leyfilegt að beita byggingarlóðir á félagssvæði Fáks. Þetta á við hvort sem viðkomandi aðili eigi byggingarrétt á lóðinni eða ekki.
Þeir sem eiga girðingar á byggingarlóðum eru vinsamlega beðnir að fjarlægja girðingar sínar fyrir 1. nóvember næstkomandi, að öðrum kosti verða þær teknar upp af Fáki og þeim fargað.