Þórdís Anna er menntaður reiðkennari frá Hólum og þaulvön reiðkennslu.

Þetta námskeið er ætlað okkar yngstu knöpum, börnum á aldrinum 5 til 10 ára. Í þessu námskeiði öðlast börnin færni til að stjórna sínum hesti í gegnum fjölbreyttar æfingar inni í reiðhöll.

Athugið að foreldri/forráðamaður þarf að mæta með barninu og aðstoða það, sé þess þörf.

Kennt verður alla sunnudagsmorgna, 8 skipti, frá 17. febrúar til 7. apríl.

Skráning fer fram á skraning.sportfengur.com og nánari upplýsingar um námskeiðið eru veittar í síma 898–8445.

Vinsamlega tilgreinið við skráningu á hvaða getustigi barnið er:
1 – byrjandi, þarf aðstoð við að stýra hestinum
2 – getur stjórnað hesti með lítilli aðstoð
3 – getur stjórnað hestinum án aðstoðar í gegnum ýmsar æfingar

Verð 12.000 kr.