Námskeið fyrir þá sem vilja öðlast meira öryggi í samskiptum við hestinn sinn.

Boðið er upp á námskeið fyrir útreiðafólk sem vill styrkja leiðtogahlutverk sitt, öðlast betri færni í samskiptum við hestinn sinn, læra að skilja hestinn betur og kenna hestinum á umhverfið.

Kennslan fer fram í TM reiðhöllinni á þriðjudögum og/eða fimmtudögum milli 11:00 og 13:15.

Möguleiki að skrá sig einu sinni eða tvisvar sinnum í viku.

  • 4×45 mín á þriðjudögum eða fimmtudögum – Verð 24.000 kr
  • 8×45 mín á þriðjudögum og fimmtudögum – Verð 46.500 kr.

Tímasetningar

  • 11.00-11.45
  • 11.45-12.30
  • 12.30-13.15

Fyrstu tímarnir verða á þriðjudaginn næstkomandi, 5. september.

Skráning fer fram á Sportabler.com