Viltu bæta burð og léttleika í hestinum þínum? Bæta ásetu, samspil, mýkt ? Að bæta sitt jafnvægi er grunnur að því að bæta jafnvægi hestsins.

Súsanna Sand er reiðkennari frá Hólum og hefur endurmenntað sig undanfarin ár í spænskri reiðmennsku í Andalúsíu. Þar er lögð áhersla á líkamsbeitingu knapa og hests með áherslu á burð léttleika og þjálni, sem nýtist afar vel inn i okkar reiðmennsku.

Súsanna er einnig íþrótta og gæðingakeppnisdómari.

Kennt verður á mánudögum frá 12. apríl -17.maí  Tímasetningar frá 16:00 -21:15.

1*einkatími á einstakling ( skiptist á dagana 12 og 19.april  ) + 4 paratímar (26 april og 3, 10 og 17.maí )

Súsanna myndi byrja fyrsta tímann á að skoða knapa og hest, taka videó, prufa hestinn/vinna með hann og gera raunhæft plan fyrir hvern og einn.

Pörum er skipt í einkatíma (12. apríl eða 19.apríl ) sem er með sömu tímasetningu og paranámskeiðið sem hver og einn bókar sig í.

Í framhaldi einstaklingsmiðaðir paratímar. Fyrsti tími 26.apríl og síðasti 17.maí. Áhersla á léttleika í reiðmennskunni og jafnvægi.

Kennsla fer fram í TM Reiðhöllinni.

Verð er 33.000 kr. á mann og fer skráning fram í gegnum

https://skraning.sportfengur.com/