Fákur leitar að áhugasömum einstaklingum til að starfa í æskulýðsnefnd og mótanefnd.

Æskulýðsnefndin skipuleggur viðburði og aðrar uppákomur til að þeir krakkar sem stunda hestamennsku í Fáki kynnist hvort öðru. Þá skipuleggur nefndin námskeiðahald vetrarins í samstarfi við fræðslunefnd Fáks. Skemmtilegt og gefandi starf fyrir áhugasama einstaklinga.

Mótanefnd Fáks heldur utan um skipulagningu móta í Fáki. Framundan á þessu ári eru eftirfarandi mót:

  • 20. febrúar – Fyrstu vetrarleikar Fáks
  • 13. mars – Aðrir vetrarleikar Fáks
  • 22. apríl – Firmakeppni Fáks
  • 15. maí – Almannadalsmótið
  • 21.-22. maí – Gæðingamót Fáks
  • 14.-20. júní – Reykjavíkurmeistaramótmót Fáks

Gott er að hafa þessar nefndir stórar því margar hendur vinna létt verk!

Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við skrifstofu í síma 898-8445 eða á einar@fakur.is