Á morgun sunnudag er opinn tími fyrir börn í reiðhöllinni strax á eftir Meistaradeild Æskunnar. Áætlað er að henni ljúki um 16:30.
Markmið æfingarinnar er að börnin fá að æfa sig í að ríða gæðingaflokks sýningu. Munu þátttakendur ríða eitt í einu og ræða svo við Sigga Matt eða Eddu Rún um sýninguna.
Í reglugerð um sýningu í barnaflokk segir:
Riðnir skulu tveir hringir og sýnt fet, tölt og/eða brokk og stökk. Sýni barn bæði brokk og tölt er einkunn fyrir betri gangtegundina notuð.
Þátttaka er ókeypis.
Þau sem hafa áhuga á að vera með geta skráð sig í meðfylgjandi skráningarformi.