Nokkur laus pláss eru í félagshesthúsi Fáks. Í hesthúsinu eru börn, unglingar og ungmenni á aldrinum 10 til 21 árs. 10 til 18 ára sitja þó fyrir ef umsóknir eru fleiri en plássin í húsinu.

Mánaðargjald per hest er 22.500 krónur. Innifalið er hey og undirburður.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við framkvæmdastjóra í síma 898-8445 eða í tölvupósti á einar@fakur.is