Í janúar og febrúar mun Steinar Sigurbjörnsson reiðkennari bjóða upp á einkatíma í TM reiðhöllinni á mánudögum. Um verður að ræða fjóra 45 mínútna tíma.
Steinar starfaði í mörg ár í Bandaríkjunum sem reiðkennari og þjálfari við miklar vinsældir. Undanfarið ár hefur hann sinnt kennslu við háskólann á Hólum. Hann hefur gefið út kennsluefni og byggt upp þjálfunarkerfi (Intrinzen) sem nálgast hestinn með áherslu á að bæta líkamsstöðu hans og sjálfstraust.
Kennslan getur farið fram hvort sem er í reið eða í hendi allt eftir óskum og þörfum knapa og hests. Steinar notast við skýra, hestvæna og árangursríka nálgun við reiðkennslu.
Skráning fer fram á www.sportfengur.com
Verð 57.000 kr.