Námskeið fyrir þá sem vilja öðlast meira öryggi í samskiptum við hestinn sinn.

Boðið er upp á námskeið fyrir útreiðafólk sem vill styrkja leiðtogahlutverk sitt, öðlast betri færni í samskiptum við hestinn sinn, læra að skilja hestinn betur og kenna hestinum á umhverfið.

Kennsla hefst í febrúar og fer fram í TM reiðhöllinni (ef næg þátttaka fæst)
Verklegir tímar eru 9 og hefst námskeiðið með einum bóklegum tíma.
Verkleg kennsla verður einu sinni í viku á þriðjudögum.

Ákveðið hefur verið að prófa að hafa tíma bæði fyrir hádegi og svo eftir kl. 18.00 ef næg þátttaka fæst

Hópur 1 Kl. 11.00 fyrir nemendur sem hafa verið hjá okkur áður
Hópur 2 kl. 18.00. knapar sem eru byrjendur eða með nýja hesta
Hópur 3 kl. 18.45 knapar sem hafa verið áður
Hópur 4 kl. 19.30 Knapar sem hafa verið áður

Námskeiðin kosta 39.000.- kr.

Skráning fer fram á skraning.sportfengur.com

Rétt er að benda á að það er hægt að nýta frístundastyrk og einnig taka sum stéttarfélög þátt í kostnaði fyrir sína félagsmenn

Kennarar eru: Henna Siren og Sigrún Sig