Á landsmótsári er sérstaklega gaman að fylgjast með kynbótahrossum. Því ætlar fræðslunefnd Fáks að bjóða upp á námskeið í byggingu kynbótahrossa sunnudaginn 17. maí klukkan 9:30 til 16.

Markmið með námskeiðinu er að bjóða upp á ítarlega fræðslu um byggingu hrossa og hvaða atriði er verið að meta þegar hver eiginleiki byggingar er dæmdur. Einnig verður farið yfir reglur kynbótasýninga og það hvernig best er að stilla hrossi upp í byggingardómi.

Námskeiðið byggir að hluta til á fyrirlestrum en einnig verður verkleg kennsla þar sem bygging hesta verður skoðuð. Þar að auki verður farið yfir þær vægisbreytingar í kynbótadómi sem nýlega voru samþykktar og taka gildi strax í vor.

Kennari á námskeiðinu verður Elsa Albertsdóttir erfða- og kynbótafræðingur. Kennslan fer fram í veislusalnum í TM-reiðhöllinni.

Heildarverð eru 7.000 kr. og innifalið eru námskeiðsgögn.

Semsagt gjöf en ekki gjald. Ef ekki næst lágmarksþátttaka þá verður námskeiðið fellt niður.

Skráning fer að sjálfsögðu fram í gegnum Sportfeng