Fréttir

Mýkt og léttleiki í upphafi vetrar

Í janúar mun Sölvi Sigurðarson reiðkennari frá Hólum bjóða upp á fjóra 40 mínútna einkatíma fyrir Fáksfélaga þar sem kennslan verður klæðskerasniðin að áhuga og þörfum knapa og hests.

Á námskeiði vetrarins verður lögð áhersla á ásetu og stjórnun knapans til að bæta líkamlegt og andlegt jafnvægi knapa og hests. Farið verður í að ná stjórn á hraða og stefnu sem að aftur bætir öryggi og jafnvægi á gangtegundum. Einnig verður lögð áhersla á mýkt og léttleika í taumsvörun.

Kennslan mun fara fram í Reiðhöllinni hans Didda í C tröð á miðvikudögum.

Verð er 45.500 kr. og skráning fer fram í gegnum skraning.sportfengur.com