Miðnæturreið Fáksara í Gjárétt verður farin föstudagskvöldið 24. maí. Lagt verður af stað frá TM-Reiðhöllinni kl. 20:00 og riðið upp í Gjárétt í Heiðmörk sem er ca. 45 – 60 mín reiðtúr.
Í Gjárétt verður áð, étið, drukkið, sungið og svo riðið aftur heim fyrir miðnætti. Í Gjáréttinni bíður Fákur okkar upp á grillaðar pylsur, gos fyrir yngri kynslóðir og ískaldann Víking fyrir þá eldri.