Sunnudaginn 5. janúar klukkan 17 heldur fræðslunefnd Fáks kynningarfund þar sem dagskrá vetrarins verður kynnt.
Í vetur verður fjölbreytt úrval námskeiða og fyrirlestra í boði fyrir knapa á öllum stigum og aldri. Æskulýðsstarf vetrarsins verður kynnt, bæði almenn reiðnámskeið sem og keppnisnámskeið fyrir börn og unglinga. Úrval námskeiða fyrir fullorðna verður einnig kynnt.
Fræðslunefnd hvetur alla Fáksfélaga til þess að fjölmenna á fundinn, einnig til þess að koma með ábendingar og athugasemdir. Sjáumst í salnum í Reiðhöllinni á sunnudaginn kl. 17.
Fræðslunefnd Fáks