Lagt verður afstað frá reiðhöllinni kl 14:30. Reiðtúrinn verður frá reiðhöllinni að Rauðavatni upp nýju Selhólsleiðina
niður Almannadal og í gegnum Rauðhóla heim. Í stoppi er ykkur boðið uppá dömulega drykki bæði áfenga og áfengislausa ásamt léttum veitingum til að viðhalda gleðinni.

Þegar heim er komið munum við hittast kl 18:00 í veislusalnum í Reiðhöllinni. Þar verða eðalmenn að grilla dýrindismat handa okkur. Þær sem ætla ekki á hestbak endilega komið í kvöldmatinn og njótið kvöldsins með okkur.

Kl 19:00 kemur svo trúbador og spilar og syngur með okkur inní kvöldið.

Verð kr 3.500,-
Greiðið inná reikning 0536-26-42765
kt: 060467-5449 Sigrún Guðjónsdóttir, svo þegar þið mætið verður merkt við og þið fáið miða.

Munið þetta er dagurinn okkar stelpur og njótum hans saman!