Boðið verður upp á eftirtalin knapamerki í vetur hjá Fáki (sjá stundarskrá). Eftir að knapamerki 1 klárast í febrúar verður boðið aftur upp á það sem og knapamerki 2 ef næg þátttaka fæst.
Það verða 4 – 5 í hverjum hóp og ef ekki næst full skráning (lágmark 4) þá verður námskeiðið ekki haldið. Ekki er alveg ljóst hvaða reiðkennari verður með hvaða námskeið en það skýrist fljótlega. 18 ára og yngri fá síðan 5.000 kr. afslátt af öllum námskeiðum (fá endurgreiðslu) og geta einnig ráðstafað frístundakortinu í námskeiðið og fá þá endurgreiðslu sem nemur þeirri upphæð.
Knapamerkin hefjast í Fáki mánudaginn 13. Janúar. Síðasti skráningardagur á námskeiðin er föstudaginn 3. Janúar, en skrá verður sig á eftirfarandi slóð (velja skráningu, námskeið, félag og svo fylla út reitina) http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Velja hestamannafélag, skrá niður helstu upplýsingar (kennitölu osfrv.) og síðan velja atburð (knapamerki 2014). Haka við knapamerkið og klára svo greiðslumátann.
Ef einhverjar óskir eru um aðrar tímasetningar, námskeiðið orðið fullt eða annað þá vinsamlega sendið okkur póst á fakur@fakur.is
Knapamerkjakennsla 2014 |
|
|||||||||||||||
|
||||||||||||||||
TM-Reiðhöllin í Víðidal |
|
|
|
|
|
|||||||||||
|
|
|
|
|
|
|||||||||||
|
Mán |
Þri |
Mið |
Fim |
|
|||||||||||
16:00-17:00 |
kn1 æsk |
3. æsk |
kn1 æsk |
3. æsk |
|
|||||||||||
17-18 |
2 bland |
|
2 bland |
|
|
|||||||||||
18-19 |
4 Full |
|
4 Full |
|
|
|||||||||||
19-20 |
3 full |
|
3 full |
|
|
|||||||||||
20-21 |
5 full |
|
5 full |
|
|
|||||||||||
21-22 |
|
|
|
|
||||||||||||
|
|
|
||||||||||||||
Knapamerki 1 11 verklegir tímar kennt á mánudögum og miðvikudögum kl. 16-17. próf áætlað í lok febrúar |
|
|
|
|
|
|
||||||||||
knapamerki 2 bland 14 verklegir tímar kennt á mánudögum og miðvikudögum kl. 17-18 próf áætlað í byrjun mars |
||||||||||||||||
knapamerki 3 æskulýðs 19 verklegir tímar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16-17 próf áætlað í mars |
||||||||||||||||
knapamerki 3 full. 19 verklegir tímar á mánudögum og miðvikudögum kl. 19-20 próf áætlað í mars |
||||||||||||||||
knapamerki 4 bland 22 verklegir tímar kennt á mánudögum og miðvikudögum kl. 18-19 próf áætlað í apríl |
||||||||||||||||
Knapamerki 5 bland 22 verklegir tímar kennt á mánudögum og miðvikudögum kl. 20 – 21 próf áætlað í apríl |
||||||||||||||||